Hver er frambjóðandinn – 6. sæti


Hver er frambjóðandinn? Við kynnum til leiks Svenna Valgeirs – eða samgöngu Svenna! =) Hann er hvers manns hugljúfi og eilífðartöffari.

Nafn: Sveinn Rúnar Valgeirsson.

Aldur: 66 ára, rétt að detta í 67.

Fjölskylduhagir: Ég og konan mín Þóra Guðjónsdóttir eigum 3 syni þá Nökkva, Guðjón og Leó Snær, (innskot frá örverpinu: sem reyndar ber af, af þeim bræðrum).

Starf: Skipstjóri á Lóðsinum.

Áhugamál: Handverk, tónlist og fjölskyldan. Mér þykir vænt um þær stundir sem ég fæ að verja með barnabörnum mínum

Sæti á lista: Ég sit í 6 sæti.

Hvað er gott við Eyjar: Hér er gott fólk, fallegt umhverfi og hér er gott að búa. En við getum gert bæinn okkar að enn betri stað til að búa á.

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Það þarf að opna bókhald bæjarins þannig að bæjarbúar geti fylgst með hvað peningar okkar fara í. Samgöngur hafa verið mér hugleiknar og ég tel að við þurfum að taka samgöngum á sjó Grettistaki til að halda unga fólkinu í Vestmannaeyjum.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Hér hef ég alið manninn og syni mina frá unga aldri og ég vil gera allt til þess að bæjarfélagið mitt blómstri og skíni skært.

Af hverju X við H: Vegna þess að það þarf kjark til að breyta og við höfum þann kjark sem til þarf.

Verða ÍBV Íslandsmeistarar í handbolta: Það er ég viss um, mikill kraftur í þessum strákum.
Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Ég hef mikla trú á okkar fólki í fótboltanum og tel að þau eigi að setja stefnuna á fyrsta sætið og skála í bikurunum eftir sumarið.

Eitthvað að lokum: Fyrir Heimaey er skipað dugmiklu fólki með kjark og þor. Þannig fólk þurfum við til að stýra bænum okkar. Setjið X á réttan stað, fyrir Heimaey.