Hver er frambjóðandinn?? – 14. sæti

 

Hver er frambjóðandinn?? Þetta er maðurinn í heiðurssætinu, einstakur ljúflingur og allra hugljúfi! 😊

Nafn: Leifur Gunnarsson, Gerði.

Aldur: 71 árs (en ekki nema 51 árs ungur (innskot frá viðmælanda)).

Fjölskylduhagir: Giftur Ingu Birnu og saman eigum við 2 syni, 5 barnabörn og 1 barnabarnabarn á leiðinni.

Starf: Eldri borgari og skoðunarmaður skipa.

Áhugamál: Íþróttir og svo er ég nú næstum því að verða atvinnumaður í golfi.

Sæti á lista: Heiðurssætið nr.14.

Hvað er gott við Eyjar: Náttúran, fegurðin og mannlífið.

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Það er margt spennandi framundan og mörg verk sem hafa verið vel unnin. Það er hins vegar alveg hægt að taka höndum saman og gera góðan bæ enn betri.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Umhverfismál hafa verið mér hugleikin og finnst mér mikil þörf á að taka Eiðið og hafnarsvæðið allt rækilega í gegn. Atvinnulífið skiptir gríðarlegu máli.

Af hverju X við H: Fólkið hjá Fyrir Heimaey er virkilega vinnusamt og ég hef trú á þeim til mikilla og góðra verka.

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Stelpurnar verða í 3 sæti og strákarnir svona fyrir miðri deild.

Eitthvað að lokum: Það þarf kjark til að breyta.