Hver er frambjóðandinn? – 5. sæti


Hver er frambjóðandinn? Þetta er hún Hrefna okkar, hún ákvað að hætta að sitja við eldhúsborðið heima hjá sér og tuða, fara frekar og gera eitthvað í málunum!!

Nafn: Hrefna Jónsdóttir

Aldur: 40.ára

Fjölskylduhagir: Gift Bjössa Matt og eigum við þrjú yndisleg börn, Kristjönu, Birki og Bergdísi

Starf: Starfsmannastjóri og yfirmaður öryggismála hjá Vinnslustöðinni

Áhugamál: Ferðast, lestur góðra bóka og samvera með fjölskyldu og vinum en ég á frábæran vinahóp sem ég vildi ekki vera án.

Sæti á lista: 5 sæti

Hvað er gott við Eyjar: Fólkið, náttúran og samkennd bæjarbúa.

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Auðvitað eru það samgöngur og heilbrigðismálin. Einnig vil ég sjá meiri nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þá fáum við unga fólkið aftur heim eftir nám og það leiðir að fjölgun í bæjarfélaginu en öll stoðþjónusta þarf líka að vera góð. Málefni fatlaðs fólk eru mér einnig hugleikin og þar getum við gert enn betur.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Ég hef miklar skoðanir á málefnum bæjarins og það gerist ekkert við eldhúsborðið heima hjá mér. Því var ekkert annað í stöðunni en að gera eitthvað í því og taka þátt í að gera góðan bæ betri.

Af hverju X við H: Flottur hópur fólks með brennandi áhuga á málefnum bæjarins sem vill taka þátt í að vinna saman að breytingum bæjarfélaginu til góða með þátttöku allra íbúa í Vestmannaeyjum.

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Strákarnir enda í 8 sæti og stelpurnar 4 sæti.

Eitthvað að lokum: Við viljum öll gera yndislegt samfélag betra.