Hver er frambjóðandinn? – 4. sæti


Við kynnum til leiks nýjan lið á síðunni okkar sem heitir – Hver er frambjóðandinn?? Fyrstur til að ríða á vaðið er hann Gummi okkar.

Nafn: Guðmundur Ásgeirsson
Aldur: 37 ára
Fjölskylduhagir: Giftur Aðalheiði Ólafsdóttur og eigum við saman fjögur börn: Rakel Oddný 13 ára, Ásgeir Galdur 12 ára, Katý Svanfríði 7 ára og Söru Bjartey 3ja ára.

Starf: Menntaður endurskoðandi en starfa í dag við fjárfestingar, mest tengdar fasteignum. Við rekum Ribsafari hérna í Eyjum og komum að rekstri nokkurra fyrirtækja á Norðurey.

Áhugamál: Fylgist mikið með íþróttum, þó aðallega fótbolta, körfubolta og handbolta eftir að ég kom til Eyja. Fylgist með krökkunum í þeirra íþróttaiðkun og reyni að mæta í Crossfit þess á milli.

Sæti á lista: 4. sæti

Hvað er gott við Eyjar: Íþróttasamfélagið er geggjað, sjávarloftið og náttúran
Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Gegnsærri stjórnsýslu. Betri upplýsingagjöf til bæjarbúa við stórar framkvæmdir í bænum og að þjónustan sé veitt á forsendum þeirra sem nota hana en ekki þeirra sem veita hana.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Vegna þess að ég tel mig hafa mikið fram að færa

Af hverju X við H: Af því að við erum ábyrg og traustsins verð

Verða ÍBV Íslandsmeistarar í handbolta: Já, við vinnum Selfoss og töpum ekki leik í úrslitakeppninni… vonandi.

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Fáum 13 stig úr síðustu 5 umferðunum og skjótum okkur upp í 7. sæti með því hjá körlunum. Stelpurnar lenda í 2. sæti.

Eitthvað að lokum: Það þarf kjark til að breyta