Hver er frambjóðandinn? – 13. sæti


Hver er frambjóðandinn?

Nafn: Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir
Aldur: 62 ára.

Fjölskylduhagir: Ég er gift Ólafi Einari Lárussyni grunnskólakennara og saman eigum við tvo drengi. Kjartan Vídó Ólafsson sem er giftur Erlu Björgu Káradóttur og eiga þau tvær dætur, Önnu Birnu Vídó og Kristjönu Emmu. Þá er það Hlynur Vídó Ólafsson sem er giftur Kristine Laufey Sæmundsdóttur og eiga þau eina dóttur hana Heklu Rannveigu Vídó.

Starf: Ég er leikskólakennari á Kirkjugerði. Ég er komin í 60% eftirlaun og er síðan í 50% kennslu tvo og hálfan dag á viku.

Áhugamál: Þau eru ýmisleg. Hef mikið dálæti á skátastarfinu hjá Faxa og rétti fram hjálparhönd þar þegar með þarf. Sé einnig um minningarkort fyrir Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum. Jafnframt hef ég mjög gaman af að sækja menningarviðburði. Mitt stærsta áhugamál eru fjölskyldan mín, barnabörnin sem ég elska að vera með ásamt vinum.

Sæti á lista: Ég er í 13 sæti Fyrir Heimaey.

Hvað er gott við eyjarnar: Mannlífið í eyjum er dásamlegt og nálægðin við náttúruna er stórbrotin. Samkenndin er alveg einstök bæði í sorg og gleði. Bæjarbúar eru alltaf til í að rétta hvort öðru hjálparhönd. Við eigum fallegt bæjarfélag sem við getum verið stolt af.

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Það er örugglega margt sem má gera betur í okkar fallega bæjarfélagi. T.d það sem snýr að mér í sambandi við leikskólanna. Mér finnst mega fækka í barnahópnum á hverri deild ásamt því að leikskóla- og skólalóðir almennt eru engum til fyrirmyndar. Göngustígar víða um bæinn eru ekki mönnum bjóðandi, sem dæmi má nefna Steinstaðahringurinn. Einnig eru götur á mörgum stöðum illa farnar og aðgengi fatlaðra er ekki í góðum málum. Jafnframt má gera betur í málefnum aldraðra, það þarf að minnka biðlistann til að komast inn á Hraunbúðir eða íbúðir fyrir aldraða.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálunum: Ég tók inn pólitíkina með móðurmjólkinni. Foreldrar mínir voru mjög pólitísk og þá sérstaklega móðir mín heitin sem var blárri en allt blátt. Hún mótaði mínar pólitísku skoðanir. Við vorum nú samt ekki alltaf sammála. Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína í kosningunum þetta árið því ég vil vinna að velferð eyjanna. Margt gott hefur áunnist undanfarin ár en það er margt sem má bæta við og gera betur.

Af hverju X-H: Þegar það var komið að máli við mig að taka þátt í að móta lista með fólki sem vildi sjá breyttar áherslur í stjórn Vestmannaeyjarbæjar þá sagði ég já án þess að þurfa að hugsa mig um. Félagið Fyrir Heimaey á fullan rétt á sér í bæjarfélagi eins og í eyjum. Við erum hópur sem vill breyta ýmsu t.d í stjórnsýslunni, að bæjarbúar fái að koma að stærri ákvörðunum sem teknar eru.

Verða ÍBV karla Íslandsmeistarar í handbolta: Já hvort þeir verða. Áfram ÍBV!

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: ÍBV karlar verða í 4-5 sæti og ÍBV kvenna í 3-4 sæti.

Eitthvað að lokum: Ég er svo stolt að vera á listanum Fyrir Heimaey með því eðalfólki sem þar er. Síðan vil ég hvetja bæjarbúa að nýta kosningarétt sinn og mæta á kjörstað. X-H fyrir Heimaey þar sem fólk vill sjá breytingar verða að veruleika.