Hver er frambjóðandinn? – 3. sæti


Hver er frambjóðandinn? Næstan kynnum við til leiks geðþekka vélstjórann á Herjólfi!

Nafn: Elís Jónsson

Aldur: 39 ára

Fjölskylduhagir: Giftur Þórönnu Halldórsdóttur og eigum við fjögur börn. Jón Ingi fæddur 2005, Ernir Ísak fæddur 2009, Elísa Ólöf fædd 2014 og Dóra Kristín fædd 2016.

Starf: Vélstjóri

Áhugamál: Fjölskyldan er í efsta sætinu en ég hef líka gefið mikið af mér í mannrækt og félagsstörf síðustu ár. Golf, fjallgöngur og útivist hafa einnig verið ofarlega á lista. Ég hef einnig mikinn áhuga og eyði töluverðum tíma í að fylgjast með bæjarmálunum auk þess á ýmis tækni og nýsköpun sitt pláss.

Sæti á lista: 3. sæti

Hvað er gott við Eyjar: Það er margt gott. Öflugt íþróttastarf er ómetanlegt, náttúran, sjávarloftið og mannlífið er líka einstakt. Það er stutt í allar áttir og það hefur mikið að segja.

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Það er alltaf hægt að gera betur þó sýn og áherslur séu misjafnar milli bæjarbúa. Ofarlega eru málefni barnafjölskylda, atvinnumál, samgöngur á sjó og lofti og ýmislegt tengt skipulagi, framkvæmdum o.fl. Það liggja víða sóknarfæri…

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálunum og vill leggja mitt af mörkum til að gera góðan bæ betri. Hef víðtæka menntun og reynslu sem mun nýtast vel.

Af hverju X við H: Því við fögnum kraftmiklu og ábyrgu fólki sem hefur kjark til að breyta. Látum hjartað ráð för.. ,,Fyrir Heimaey“!

Verða ÍBV Íslandsmeistarar í handbolta: Já.

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Stelpurnar verða í 5. sæti og strákarnir 9. sæti.

Eitthvað að lokum: Sameinumst um breytingar. Nýtum kosningaréttinn okkar 26. maí nk. og tryggjum góða kjörsókn, hvert atkvæði skiptir máli. Þannig höfum við hvert og eitt áhrif á það hver niðurstaðan verður þegar talið er upp úr kjörkössunum.