Hver er frambjóðandinn? – 12. sæti

Hver er frambjóðandinn? Þetta er hann Stymmi okkar! Hann er um það bil með eitt stærsta hjartað sem við höfum kynnst!  Það er gaman að segja frá því í ljósi þess að ÍBV handbolti landaði öllum bikurunum á þessari vertíð að ALLIR frambjóðendurnir okkar höfðu trú á þeim í þessu verkefni! 

Nafn: Styrmir Sigurðarson

Aldur: 48 ára

Fjölskylduhagir: Giftur Maríu Guðnýju Sigurgeirsdóttur. Börn eru: Andri Heimir, Hákon Daði og Ívar Logi, barnabarn er Elimar Andri og annað á leiðinni.

Starf: Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi

Áhugamál: Veiði hvers konar og íþróttir. Er mikill áhugamaður um pólitík.

Sæti á lista: 12 sæti

Hvað er gott við Eyjar: Afslappað andrúmsloft og gott fólk.

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Það má bæta umgjörð fjölskyldna í Eyjum, styrki til tómstunda, auka öryggi íbúa þegar slys eða veikindi eiga sér stað með styttingu á viðbragði og flutningi þegar á þarf að halda. Endurskoða alla þjónustu við bæjarbúa.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Ég tel að reynsla mín og þekking í þeim málaflokki er kemur að öryggi bæjarbúa og aukningu á gæðum heilbrigðisþjónustu nýtist vel þegar kemur að því að veita yfirvöldum aðhald og stuðning í þessum málaflokkum.

Af hverju X við H: Það þarf dug og þor til að bæta við og breyta.

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Stelpurnar verða í 3. Sæti og strákarnir 10. Sæti.

Eitthvað að lokum: Ég hvet fólk að kynna sér málefnin frekar en úrtölutal og persónulegt skítkast. Það hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma að fólk vilji hafa valkost eins og ég tel að Fyrir Heimaey sé. Kjósum eftir okkar eigin sannfæringu.