Hver er frambjóðandinn? – 8. sæti

Hver er frambjóðandinn? Þetta er hann Alfreð, ferðamannamógúll með meiru! Ástríða hans fyrir náttúrunni smitar okkur öll á að gera betur.

Nafn: Alfreð Alfreðsson

Aldur: 60 ára

Fjölskylduhagir: Fráskilinn

Starf: Leiðsögumaður

Áhugamál: Það sem ég tek mér fyrir hendur hverju sinni.

Sæti á lista: 8 sæti

Hvað er gott við Eyjar: Náttúran, mannlífið og Gott

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Fólki er hætt að verða samdauna því sem er næst þeim. Við þurfum að gera stjórnsýslu bæjarfélagsins opnari, m.a. bókhald þess. Við þurfum að vanda til verka þegar að mannaráðningum kemur með því að fá fagfólk til að velja í stjórnunarstöður svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum að gera stórátak til þess að bæta aðgengi að viðkvæmum náttúruperlum svo við skilum þeim í sama eða betra ástandi til afkomenda okkar og við fengum í arf frá forfeðrum okkar.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Áhugamál mín liggja víða. Þó held ég að mínum kröftum væri vel varið þegar kemur að ferða- og samgöngumálum. Vegna starfa minna hef ég sett mig mjög vel inn í þau mál.

Af hverju X við H: Í mínum huga er nauðsynlegt að eiga sem breiðastan valkost úr mannlífinu til að velja úr. Oft er sagt að Alþingi eigi að sýna þversnið þjóðarinnar, bæjarfélag á að mínu mati að sýna þversnið íbúa þess.

Verða ÍBV Íslandsmeistarar í handbolta: Vonandi. Krossum fingur.

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Vonandi vinna þau eins og handboltaliðið. Ég er hrifinn af flugeldasýningum við höfnina.

Eitthvað að lokum: Nýleg rannsókn Hagstofu Íslands um mannfjöldaþróun í eyjum næstu áratugina kallar ekki á mikla bjartsýni. Þar kemur fram að mikil fækkun muni eiga sér stað og er það nokkuð sem engum hugnast. Við viljum búa í mannvænum og blómlegum bæ þar sem vinnandi hendur fá verk að vinna. Vestmannaeyjar eru náttúruperla sem lætur engann ósnortinn. Ferðamennska er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Við hér í eyjum verðum að taka höndum saman og hlúa vel að þessari atvinnugrein með öllum ráðum. Þarna er mikið verk óunnið.