Hver er frambjóðandinn? – 2. sæti


Hver er frambjóðandinn?? 🙂

Nafn: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Aldur: 51 árs

Fjölskylduhagir: Gift Viðari Hjálmarssyni og eigum við þrjú börn, Hjálmar 27 ára, Guðrúnu Ágústu 25 ára og Bjarna Ólaf 20 ára.

Starf: Framkvæmdastjóri hjá Grími kokki ehf.

Áhugamál: Áhugamál mín eru fyrst og fremst samvera með fjölskyldu og vinum. Einnig nýt ég þess að vera í garðinum mínum, fara í yoga, lesa góðar bækur og elda góðan mat svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er mér mjög annt um umhverfismál.

Sæti á lista: 2. sæti.

Hvað er gott við Eyjar: Náttúran og friðsældin.

Hvað má bæta í bæjarfélaginu: Ég vil sjá fagleg vinnubrögð t.d. við ráðningar í ábyrgðarstöður, við áætlanagerðir, stefnumótun og í allri eftirfylgni. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og tel ég þörf á að unnið verði að nýrri umhverfisstefnu.

Hvers vegna viltu nýta krafta þína í bæjarmálin: Í Eyjum vil ég búa. Mér er annt um samfélagið okkar og íbúa þess og ég vil búa í samfélagi þar sem allir eru jafnir og fá að njóta sín. Ég tel mig ásamt því góða fólki sem er í Fyrir Heimaey getað stuðlað að því að svo verði.

Af hverju X við H: Við viljum gera gott samfélag betra og vinnum með hagsmuni bæjarbúa og alls samfélagsins að leiðarljósi.

Verða ÍBV Íslandsmeistarar í handbolta: Já

Í hvaða sæti endar ÍBV í fótboltanum KK/KVK: Strákarnir munu verða í 5 sæti en stelpurnar í því 3.

Eitthvað að lokum: Settu X við H í sveitastjórnarkosningunum 26. maí nk. ef þú vilt sjá breytingar. Við þurfum að byggja upp samfélag fyrir alla, að allir séu jafnir.